Hvenær á að klippa trjágróður?

Hvenær á að klippa trjágróður?

Ein af algengustu spurningum sem við fáum frá garðeigendum er um hvenær best sé besti tíminn til að klippa tré og runna. Svarið við þessari spurningu er nokkuð misjafnt eftir því hvort um ræðir stakstæð tré og runna eða formklippt limgerði.

Hentugasti tíminn fyrir formklippingar á limgerðum og runnum er fyrir laufgun á vorin á meðan þau eru enn í dvala. Þegar kemur að laufgun spretta fram nýjar greinar sem þétta limgerðið og gera það fallegra. Forminu er svo viðhaldið með léttri klippingu að sumri. Annað á hinsvegar við um tré og stærri runna.

Á veturna er lífsstarfssemi trjáa nálægt núllpunkti og varnarkerfi þeirra því sem næst óvirk, enda eru þau í dvala á þessum tíma árs. Þá eiga trén erfitt með að verjast þeim áhlaupum sem geta herjað á það á þau. Hentugasti tími til klippinga á trjám er því að sumarlagi þegar varnarkerfi trésins er sem virkast og orkusöfnun stendur sem hæst þ.e. þegar tréð hefur laufgast og er byrjað að ljóstillífa. Samkvæmt nýjustu upplýsingum úr rannsóknum tengdum heilbrigði trjágróðurs er kjör tími til klippinga á trjám frá vori þegar tréð er full laufgað og fram í miðjan júlí, um það bil.

Trjágróður þarf tíma á haustin til að undirbúa sig fyrir dvalann sem hann leggst í yfir veturinn. Á þessum tíma eru tré viðkvæm fyrir klippingum. Í ofan á lag þá er seinnipartur sumars og haustin sá tími þar sem aðstæður fyrir sveppasýkingar og dreifingu sveppagróa eru hvað bestar. Eitt mjög sýnilegt dæmi um sýkingar af þessu tagi eru ryðsveppir sem herja á t.d. gljávíði, hreggstaðavíði og stundum loðvíði. Í lok júlí og byrjun ágúst fer að bera á ryðsvepp þegar laufið gulnar og að lokum visnar. Á neðra borði blaðanna myndast gróhirslur og þegar þær opnast dreifir sveppurinn úr sér.

Plöntur sem eru klipptar seinnipart sumars eða að hausti eiga frekar á hættu að kala eða að rot komi í sárin en þær sem fá að bíða vorsins. Auk þess eru klippingar á þessum tíma valdur að því að breiða enn frekar út sýkingar á borð við ryðsvepp og viðlíka óværu. Sveppagróin dreifast þegar átt er við runnana og verktakar fara með klippur og önnur verkfæri garð úr garði með tilheyrandi sýkingarhættu.

Þegar fyrirtæki auglýsa klippingar að hausti er annað hvort fagleg þekking af skornum skammti eða fjárhagslegir hagsmunir sem ráða för umfram allt annað.

Veljið fagmenn í garðinn því það borgar sig!

 

 

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.