Sumarverkin

Sumarverkin

Þá sólin farin að kíkja fram úr skýjunum og vonandi bjart og sólríkt sumar framundan hjá okkur. Nú er tíminn til að hreinsa beðin, slá grasið og gera allt tilbúið svo hægt sé að njóta garðsins og bjóða góðum vinum í grill.

Þau eru ýmis vor og sumarverkin sem þarf að vinna til að garðurinn sé upp á sitt besta. Það er gott að slá flötina nokkuð reglulega og ef það er gert nógu oft má jafnvel sleppa við að raka og fjarlægja afklippurnar sem getur verið tímasparnaður ef grasflötin er stór. Ef grasið sýnir einhver merki skorts eða vanþrifa eftir veturinn er gott að gefa smá áburð til að fá fram fallegan grænan lit.

Sama má segja um runna og trjágróður sem hafa yfirleitt gott af smá áburðarskammti svona í byrjun sumars til að fá gott start fyrir vaxtartímabilið. Allt er gott í hófi og þess ber að geta að við áburðargjöf er oft betra að gefa oftar áburð og í smáum skömmtum frekar en að gefa mikið í einu.

Margir vilja setja niður sumarblómin fyrir þjóðhátíðardaginn og það er gott að undirbúa vel. Þar sem plantað er í beð þarf að losa um jarðveginn svo rætur sumarblómanna geti komið sér vel fyrir á nýjum stað. Í potta og ker er best að setja nýja mold og einnig er sniðugt að blanda vatnskristöllum við moldina svo örlítið lengra megi líða á milli þess sem vökvað er. Þegar kalt er í veðri eins og hefur verið undarnfarnar vikur þarf að hafa í huga að það eru ekki allar tegundir sumarblóma sem þ0la svona kulda. Garðplöntufræðingar á garðyrkjustöðvunum geta hæglega ráðlagt fólki við innkaup og því liggur lóðbeint við að nýta þá þjónustu.

Svo er að sjálfsögðu hægt að fá fagmenn í garðinn og njóta bara góða veðursins á meðan þeir koma öllu í stand fyrir sumarið…….

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.