Haust-fallegt

Haust-fallegt

Það er fátt ske2015-11-07 11.47.08mmtilegra í mildu haustveðri en að sjá gróðurinn skipta um lit og fella laufið. Þá færist sviðsljósið frá blaðfallegum blómstrandi tegundum sumarsins yfir á haustfallegar tegundir. En eftir að laufið fellur þá er skemmtilegt að sjá tré og runna sem halda berjum og fræhylkjum lengra frameftir haustinu.

2015-06-11 11.08.24

 

Undanfarin ár hefur aukist úrval af plöntum sem hægt er að planta með það fyrir augum að lífga upp á haustið. Þar má helst nefna skrautkálið sem fæst helst í fjólubláu, hvítu og grænu og stendur fram í frost og stundum rúmlega það. Það má tildæmis sjá núna í reykjavíkurmerkinu (þar sem merki Reykjavíkur er á sumrin) við Vesturlandsveg þar sem gríðarstór frostrós blasir við vegfarendum. Silfurkamburinn stendur langt fram á haust og lifir jafnvel veturinn ef veður og aðstæður leyfa auk þess sem Ericur og Callunur hafa lífgað upp á ker, potta og beð mörg haustin með hvítum og yfir í dimmbleika liti.

 

Víða erlendis tíðkast að útbúa vetrarbeð þar sem safnað er saman ýmsum tegundum sem bera af í vetrarbúning. Þá er ekki endilega átt við sígrænar tegundir heldur frekar lögð áhersla á vaxtarlag og annað sem vekur athygli. Við eigum nokkrar efnilegar tegundir í þetta hérlendis svo sem snjóber sem og koparreyni sem halda hvítum berjum nokkuð fram í veturinn. Einnig má nefna gullregnið með fræhylkjum sem vindurinn hvíslast í gegnum eftir lauffall. Sveighyrnir með eldrauðar greinar, beyki sem heldur laufinu nánast fram á vor og svona mætti lengi telja.

2014-10-11 16.23.09

 

Þar sem sumarið hjá okkur hér á Íslandi á það til að vera heldur stutt er tilvalið að reyna að leggja smá vinnu í að vera með haustfallegar plöntur í beðum, kerum og pottum. Það á við hvort sem það eru tímabundnar tegundir eins og skrautkálið og Ericurnar eða stærri trjá og runnategundir sem prýða garðinn allt árið í mismunandi búning. Fallegur gróður getur brúað bilið frá sumarlokum og fram í jólaljósin ef vel er valið.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.