Meistaradeild Samtaka iðnaðarins

Meistaradeild Samtaka iðnaðarins

Félag skrúðgarðyrkjumeistara er meðlimur í Meistaradeild Samtaka iðnaðarins. Meistaradeildin heldur utan um ábyrgðasjóð sem tryggir neytendum vel unnin verk frá félagsmönnum sínum. Í Meistaradeild SI eru allmörg meistarafélög auk skrúðgarðyrkjumeistara má þar til dæmis nefna Meistarafélag húsasmiða, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Samtök rafverktaka, Málarameistarafélagið og marga fleiri. Samtök iðnaðarins halda utan um sjóðinn.

Ábyrgðarsjóðurinn hefur þann tilgang að tryggja að meðlimir þessara félaga skili vel unnu verki til sinna viðskiptavina.  Ef verkkaupi er ekki sáttur við vinnu verktaka hefur hann kost á að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar MSI. Þó er skilyrði að verksamningur á milli verkkaupa og verktaka liggi fyrir svo hægt sé að vísa málinu til úrskurðarnefndar.  Úrskurðarnefndina skipa aðilar frá Neytendasamtökunum, Húseigendafélaginu og MSI.

Einungis einstaklingar og húsfélög geta notið bóta úr Ábyrgðarsjóð MSI og er hámarksbótafjárhæð 2.000.000,-. Verkið má ekki kosta minna en 100.000,- og ekki meira en 25.000.000,-

Tryggið ykkur vel, gerið verksamning og verslið við fagmenn

 

Sjá nánar um Ábyrgðasjóð og Meistaradeild SI

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.